Það fór ekki mikið fyrir gestrisninni þegar KFS tók á móti Hvíta riddaranum í 3. deildinni í gær. Leikurinnví fór fram á Helgafellsvelli við frekar erfiðar aðstæður því um miðjan fyrri hálfleik fór að rigna eins og hellt væri úr fötu og rigndi nánast allan leikinn. En Eyjamenn létu það ekkert á sig fá og unnu 6:0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3:0.