Eyjamenn mega prísa sig sæla með að hafa náð jafntefli gegn frískum Valsmönnum á Hásteinsvelli í dag. Liðin skildu jöfn 1:1 en það voru Valsmenn sem voru einfaldlega miklu betri lengst af í leiknum. Ótrúlega mikill munur var á leik Eyjamanna í dag og í síðasta leik gegn Fylki og í raun voru þetta tvö ólík lið. Segja má að eitt stig nýtist hvorugu liðinu í baráttunni við KR-inga um Íslandsmeistaratitilinn enda gengu leikmenn beggja liða ósáttir af vellinum.