Á föstudaginn kom í ljós að lið Vestmannaeyja komst áfram í 2. umferð spurningakeppninnar Útsvar í Ríkissjónvarpinu. Vestmannaeyjar töpuðu reyndar viðureign sinni gegn Reykjavík 90:77 en komast áfram sem eitt af fjórum stigahæstu tapliðunum. Reyndar er enn ein viðureign eftir í 1. umferð en lið Eyjamanna situr í þriðja sæti yfir stigahæstu tapliðin og getur því ekki endað neðar en í fjórða sæti. Lið Vestmannaeyja skipa þeir Ágúst Örn Gíslason, Gunnar Gunnarsson og Sveinn Waage. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Vestmannaeyjar komast áfram í keppninni, sem nú er haldin í fjórða sinn.