Eyjamenn komnir með bakið upp við vegg
23. apríl, 2010
Karlalið ÍBV tapaði fyrstu viðureigninni í undanúrslitum umspilskeppninnar um eitt laust sæti í úrvalsdeild næsta vetur. Liðið mætti Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld og lokatölur urðu 31:26 fyrir heimamönnum. Eyjamenn voru yfir í hálfleik 12:13 en afar slæmur kafli um miðjan seinni hálfleik gerði það að verkum að í sundur dró með liðunum og heimamenn gengu á lagið. Liðin mætast aftur í Eyjum á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 13.30. Eyjamenn eru með bakið upp við vegg, mega ekki tapa án þess að falla úr leik. Ef Eyjamönnum tekst að vinna á sunnudaginn, mætast liðin í oddaleik í Mosfellsbæ á þriðjudagskvöld.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst