Íbúar í Þingahverfi í Kópavogi standa fyrir áramótabrennu sem tendruð verður á Gamlárskvöld. Og auðvitað eru það Vestmannaeyingar sem búa í hverfinu sem hafa sett brennuna saman en í þeim hópi eru vanir brennupeyjar. Brennan er orðin fimm metrar á hæðina og 8 metrar að lengd og er hlaðin upp eins og Þjóðhátíðarbrenna. Brennan er vafalaust ein sú stærsta, ef ekki sú stærsta á höfuðborgarsvæðinu í ár.