Eyjamenn sækja Grindvíkinga heim
20. júní, 2012
Eyjamenn sækja Grindvíkinga heim í kvöld í Pepsídeild karla. ÍBV hefur gengið allt í haginn í síðustu tveimur leikjum sínum eftir afleita byrjun í Íslandsmótinu en Eyjamenn hafa lagt Stjörnuna og ÍA að velli og markatala liðsins úr síðustu tveimur leikjum í deildinni er 8:1. Grindvíkingar eiga hins vegar enn eftir að vinna sinn fyrsta leik og mæta væntanlega mjög grimmir til leiks í kvöld.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst