Eyjamenn spila á Vodafone-vellinum í Evrópukeppninni
12. maí, 2011
Fyrir leik ÍBV og Vals í gærkvöldi, var gengið frá samningi við Valsmenn um að Eyjamenn muni leika heimaleiki sína í Evrópukeppninni á Vodafone-vellinum. Heimavöllur ÍBV, Hásteinsvöllur, uppfyllir ekki kröfur UEFA fyrir Evrópukeppnina og því neyðast Eyjamenn til að spila heimaleiki sína í keppninni annarsstaðar. Vodafone-völlurinn er líklega besti kosturinn enda glæsilegur völlur auk þess sem Eyjamenn hafa náð hagstæðum úrslitum á vellinum.