Karlaliði tókst ekki að innbyrða sigur gegn Selfyssingum í kvöld þegar liðin áttust við í Eyjum. Lokatölur urðu 21:23 en Eyjamenn misnotuðu m.a. víti og dauðafæri í stöðunni 21:22. Með sigrinum jafnaði Selfoss ÍBV að stigum en liðin eru bæði með 16 stig og hafa unnið sitthvora tvo leikina. ÍBV er hins vegar með betri markatölu og heldur því fjórða sætinu um sinn. Hins vegar eru aðeins þrjár umferðir eftir og má ekkert út af bregða á lokakaflanum ef sætið í umspilinu á ekki að renna ÍBV úr greipum.