Ekki hefur verið hægt að nálgast Fréttablaðið undanfarið í Eyjum. Útgefendur blaðsins ákváðu á dögunum að selja blaðið gegn vægu gjaldi í Vestmannaeyjum, sem og öðrum stöðum á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, helstu nágrannabæjarfélögum og Akureyri. Þannig er blaðinu dreift frítt á Selfossi, Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn en um leið og blaðið fer inn í Herjólf, þá þarf að greiða fyrir það. Viðbrögð Eyjamanna sem Fréttir ræddu við hafa öll verið á einn veg, menn sætta sig ekki við þessa mismunun.