Stórsýningin „Eyjan okkar 2010“ sem halda átti dagana 21.-22. maí næstkomandi, hefur verið færð á goslokahelgina og verður hún haldin dagana 2.-4. júlí. Þetta er gert til að gefa fleirum kost á að sjá og upplifa það sem Eyjar og sveitafélögin hér í kringum eyjaklasann hafa uppá að bjóða. Gert er ráð fyrir gríðarlegum fjölda gesta á hátíðina og munu gestir fá að sjá og upplifa allt það sem Eyjar hafa upp á að bjóða fyrir íbúa og gesti þeirra bæði í þjónustu og innviðum samfélagsins Eyjanna