Eyjapeyjar ekki í vandræðum með Fjölni
20. febrúar, 2010
Karlalið ÍBV var ekki í teljandi vandræðum með Fjölni sem kom í heimsókn til Eyja í dag. Fjölnismenn byrjuðu reyndar ágætlega í leiknum, komust í 0:2 og jafnt var á með liðunum fyrstu mínúturnar. En um miðjan fyrri hálfleikinn gáfu Eyjamenn í og náðu afgerandi forystu áður en flautað var til leikhlés. Staðan í hálfleik var 22:11 og í raun ljóst hvar sigurinn endaði. Lokatölur urðu svo 36:20.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst