Í dag leikur íslenska karlalandsliðið gegn heimamönnum í Austurríki á EM í handbolta. Leikurinn er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á RÚV en útsendingin hefst klukkan 17.00. Hægt er að fylgjast með EM í handbolta á stórum skjá á Volcano Café og þetta nýttu leikmenn ÍBV sér á þriðjudaginn þegar Ísland lék gegn Serbíu.