Kvennalið ÍBV gerði góða ferð í Árbæinn í kvöld og nældi í þrjú stig með sigri á Fylki. Í lok fyrri hálfleiks skoraði Þóra Björg Stefánsdótir frábært mark beint úr aukaspyrnu. Eyjakonur hófu svo seinni hálfleik af krafti og á 47. mínútu skoraði Olga Sevcova mark af stuttu færi. Á 78. mínútu minnkaði Bryndís Arna Níelsdóttir muninn fyrir Fylkiskonur og þar við sat, lokatölur 2-1 fyrir ÍBV.
Leikurinn var sá fyrsti sem Gunnar Heiðar Þorvaldsson stýrði. Honum til aðstoðar voru m.a kempurnar Ian Jeffs og Matt Garner.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst