Fram til dagsins í dag þá hefur Slökkvilið Vestmannaeyja ekki haft yfir að ráða búnaði til að bjarga fólki eða berjast við eld í húsum sem eru hærri en 2-3 hæðir og �??má segja að allt frá byggingu Hásteinsblokkarinnar þá hafi verið byggt upp fyrir getu slökkviliðsins.�?? Friðrik Páll Arnfinnsson Slökkviliðsstjóri
�?að var svo í janúar 2017 þegar Friðrik Páll benti enn einu sinni á alvarleika málsins með neikvæðri umsögn um byggingu íbúða á Fiskiðjureitnum þar sem hann sagði m.a. að �??slökkviliðið er vanbúið tækjum í dag og hefur ekki yfir þeim lyftibúnaði að ráða sem nauðsynlegur er til björgunar af svölum háhýsa og til að sinna slökkvistarfi utanfrá í háhýsum.�?? Eftir það fór málið loksins af stað hjá Umhverfis- og skipulagsráði og í framhaldinu bæjarstjórn. Friðrik fór svo fljótlega að svipast um eftir hentugu tæki og bauðst svo þessi bíll í lok síðasta árs,og í dag er bíllinn kominn.
�??�?etta verður gríðarleg bylting og eykur ekki bara öryggi eyjamanna og slökkviliðsmanna, heldur auðveldar slökkviliðinu alla vinnu utanhúss hvort sem um er að ræða háhýsi eða bara vinnu á �??venjulegu�?? húsþaki þar sem þarf t.d. að rjúfa þakið til að reykræsta eða komast að eldi,�?? sagði Friðrik Páll.
Bíllinn kemur frá slökkviliðinu í Sundsvall í Svíþjóð og er af gerðinni Scania P94, árgerð 2000 og er með 32m lyftibúnaði(skotbómu) frá Bronto Skylift.
�??Á bómunni er karfa fyrir 3.menn og öflug vatnsbyssa(monitor). Vatnslögn er upp alla bómu og að körfu og því þarf aðeins að tengja bílinn við t.d. brunahana eða dælubíl og þá er komið vatn upp í körfu. �?etta er sérhæft björgunartæki og búnaðurinn því talsvert flóknari og viðameiri en í hefðbundnum körfubíl en öllum búnaðinum þ.m.t.vatnsbunu og hreyfingu á monitor er bæði hægt að stjórna úr körfunni og svo líka úr sæti neðst á bómunni,�?? sagði Friðrik Páll.
�?essa dagana er verið að undirbúa bílinn þar sem það þarf að merkja hann upp á nýtt, koma fyrir aukabúnaði o.fl, �??svo munu taka við æfingar þar sem slökkviliðsmenn verða þjálfaðir í notkun á honum,�?? sagði Friðrik Páll að endingu.