Í vikunni kom stjórn slysavarnarfélagsins Eykyndils færandi hendi á lögreglustöðina og færðu lögreglunni í Vestmannaeyjum að gjöf búnað til að hljóðrita skýrslur. Búnaður þessi mun gjörbreyta vinnu lögreglu bæði á vettvangi og á lögreglustöð en hann mun auka réttaröryggi þeirra sem lögreglan þarf að hafa afskipti af.