Söngvarinn og Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun vera með tónleika á Háaloftinu á fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20:00. Tónleikarnir verða með óhefðbundnu sniði þar sem Eyþór mun fara með gamanmál á milli þess sem hann þenur raddböndin.
Nú ertu óumdeilanlega þekktastur fyrir sönghæfileika þína, hvað mun fólk líka fá að sjá á laugardaginn? �??�?g mun vera með allskonar grín og eftirhermur af ýmsum einstaklingum á milli laga. �?etta eru í raun blanda af tónleikum og gríni,�?? segir Eyþór sem hefur farið víðsvegar um landið með þetta prógram. �??�?etta hefur verið gott ferðalag, ég er búinn að fara á flesta tanga landsins og hefur alls staðar verið fullur kofi og góð stemning,�?? bætir Eyþór við.
�??Lögin sem ég tek verða �??cover�?? af mörgum af mínum uppáhalds lögum og fer það mikið eftir því hvernig skapi ég er hvað verður fyrir valinu,�?? segir Eyþór en sem mun vera með píanó, gítar og trommu á sviðinu, svo eitthvað sé nefnt.
Hver var kveikjan að þessari tónleikaröð hjá þér? �??�?etta var algjör tilviljun. �?að gekk bara svo vel að ég fékk hringingar héðan og þaðan og allt í einu var þetta orðið að túr,�?? segir Eyþór.
Hefur þú alltaf verið góður í eftirhermum? �??�?egar ég segi sögur þá fer ég oft í karakter þannig eftirhermur hafa alltaf verið hluti af mér.�?? Dulinn hæfileiki kannski? �??Já, kannski. �?etta hefur verið svona partí trix hjá mér baksviðs á tónleikum og aldrei áður fengið pláss á sviðinu sjálfu,�?? segir Eyþór og bætir við að honum þykir vænt um margar af eftirhermum sínum. �??�?að er alltaf gaman að taka Ladda og einnig Bubba, Páls �?skar og Egil �?lafs svo einhverjir séu nefndir,�?? segir Eyþór.
Miða er hægt að nálgast í Tvistinum og einnig við dyr og kostar stykkið 2.500 kr.