Fæðingarþjónustu aftur til Eyja
20. maí, 2021

Ég er að verða með eldri Eyjamönnum, fæddur 1942 og er því að nálgast áttræðisaldurinn. Hef búið í Eyjum nær allt mitt líf, utan fjögurra ára á námsárunum í Reykjavík. Á þessum bráðum áttatíu árum hefur margt breyst í Eyjum, flest til hins betra en því miður sumt til hins verra.

Til dæmis hafa samgöngurnar tekið stórstígum framförum (þótt mörgum þyki þær í hálfgerðum lamasessi í dag). Í mínu ungdæmi var það Stokkseyrarbáturinn og svo reyndar flugið. Síðar kom svo Herjólfur, fyrst til Reykjavíkur, svo til Þorlákshafnar og svo síðast til Landeyjahafnar. Mér finnst við búa við alveg ágætis samgöngur í dag; Hægt að velja um sex ferðir á dag flesta daga ársins, flugið er líka inni fyrir þá sem vilja fljótlegan ferðamáta.

En svo er það annað sem mér finnst ekki jafngott og í gamla daga og það er heilbrigðisþjónustan okkar. Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á það ágæta fólk sem þar vinnur og sinnir sínu starfi vel. en þarna hefur orðið talsverð breyting á til hins verra frá því sem var. Lengi vel sáu okkar ágætu læknar um nær allt sem með þurfti fyrir sjúka í Eyjum, meira að segja skurðaðgerðir voru framkvæmdar hér og næsta fátítt að fólk þyrfti að sækja til Reykjavíkur vegna læknisþjónustu. Fæðingar gengu hér eðlilega fyrir sig og sjaldan sem þar urðu mistök. Þetta var yfirleitt allt leyst af stakri prýði á spítalanum okkar sem síðan varð að Ráðhúsi Vestmannaeyja eftir að ný og vel útbúin stofnun leysti hann af hólmi.

En því miður hefur þar ýmislegt undan látið og farið á verri veg. Reyndar er þarna enn til staðar hið besta fólk sem dags daglega leysir úr vanda flestra sem þangað leita. En það sem mér þykir hvað mesta eftirförin frá fyrri tíð er sú staðreynd að í dag geta konur í Eyjum ekki lengur fætt börn sín hér heima heldur verða að leita upp á fastalandið til þess, oftast til Reykjavíkur. Slíku fylgir ærinn kostnaður, ekki aðeins í ferðalögum og auka húsnæðiskostnaði heldur og í tekjutapi þar sem nú til dags þykir einkar sjálfsagt að feður séu viðstaddir fæðingu barna sinna (þótt mér hafi verið harðbannað slíkt á sinni tíð hér í Eyjum).

Þó svo að við hjón séum löngu komin úr barneign, þykir okkur þetta þó einhver mesti annmarkinn á búsetu hér. Það að geta fætt börn í sinni heimabyggð finnst okkur alveg sjálfsögð mannréttindi

Frá því að ég man eftir mér hefur ávallt verið á alþingi að minnsta kosti einn þingmaður frá Vestmannaeyjum, stundum fleiri, og hafa gætt hagsmuna okkar auk annarra góðra verka. Í komandi alþingiskosningum er spurning hvort þetta muni breytast og Vestmannaeyingar muni ekki lengur eiga fulltrúa á þingi. Það þætti mér, og líklega fleirum, miður.

Nú er í framboði maður, (reyndar mér nokkuð tengdur (en alveg ágætur þrátt fyrir það)), sem freistar þess að ná öruggu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í næstu kosningum og hefur tilkynnt að hann muni berjast fyrir jafnara aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu og þar með talið fæðingarþjónustu. Ég held að við ættum að styðja það, okkar heimabyggð til framdráttar og tryggja honum sæti.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst