Sjómennska hefur löngum verið eitthvert hættulegasta starf sem hægt er að stunda hér við land, svo tíð voru slys um borð og svo oft fórust skip. Á síðustu árum hefur slysunum fækkað og munar að sjálfsögðu mest um fækkun banaslysa. Ástæðurnar eru margvíslegar, m.a. gjörbreytt fjarskipti, tilkynningarskylda, öruggari skip, breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og á sjósókn, slysavarnir og breytt hugarfar meðal sjómanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst