Undanfarnar vikur hefur því ítrekað verið haldið fram að atvinnuleysi hafi minnkað. En er það virkilega raunin? Færa má sterk rök fyrir því að skráð atvinnuleysi nái alls ekki að sýna raunmynd vandans heldur sé hann falinn að verulegu leyti. Raunatvinnuleysi hefur alls ekki minnkað.