Fréttapýramítinn var afhentur á Háaloftinu í hádeginu í dag. Að þessu sinni voru Eyjamenn ársins tveir, þau Fanney Björk Ásbjörnsdóttir og Heimir Hallgrímsson.
Fanney Björk vakti athygli fyrir vasklega framgöngu og náði eyrum þjóðarinar með máli sínu, en hún stefndi íslenska ríkinu eftir að ríkið neitaði henni um lyf vegna lifrabólu C sem hún smitaðist af eftir blóðgjöf. Átti hún sinn þátt í að hreyfa við málinu og nú er áætlað að reyna að útrýma lifrarbólgu C á Íslandi. Fólki sem smitað er af lifrarbólgu C og njóta sjúkratrygginga á Íslandi mun á næstu dögum og vikum bjóðast meðferð með nýjum lyfjum sem geta læknað sjúkdóminn í allt að 95 til 100 prósent tilvika.
Framganga Íslenska landsliðsins í knattspyrnu á síðasta ári hefur vakið athygli um allan heim og ekki síst sá áfangi að Íslenska landsliðið í knattspyrnu náði sæti á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. �?ar eiga Eyjamenn sína fulltrúa þó engan á vellinum. Heimir Hallgrímsson var ráðinn til íslenska karlalandsliðsins 2011 sem aðstoðarþjálfari Lars Lagerbacks var stefnan tekin á að koma liðinu lokamót og það hefur tekist. Ísland verður með á EM í sumar og nú standa þeir jafnfætis, Heimir og Lars sem þjálfarar Íslenska landsliðsins. Heimir er orðinn nafn í alþjóðlegum fótbolta og erlendis má finna langar blaðagreinar um fyrirlestra sem hefur haldið.
Fleiri viðurkenningar voru veittar en viðurkenningarnar kallast Fréttapýramídinn. �?annig fékk Unnar Gísli Sigmundsson Fréttapýramídann fyrir framlag sitt til tónlistar og menningarmála. Unnar Gísli hefur skapað sér stórt nafn undir listamannanafninu Júníus Meyvant og heyrst tónlist hans víða.
Fyrir framlag til íþróttamála fékk ÍBV íþróttafélg fréttapýramídan vegna afreka í íþróttum og þar ber hæðst að nefna, Íslands og bikarmeistaratitlar meistaraflokks karla í handbolta og frábært starf í yngri flokkum félagsins.
Vöruval er fyrirtæki ársins að mati Eyjafrétta og hlaut Fréttapýramídann. Vöruval hefur staðið af sér harða samkeppni við hina stóru og stendur enn vaktina og á sinn þátt í halda uppi fjölbreytni í verslun í Vestmannaeyjum.
Í fyrra fóru Eyjafréttir inn á nýja braut með því að veita viðurkenningu fyri góða og málefnalega umfjöllun um það sem er að gerast úti á landi. �?á varð Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2 fyrir valinu. Nú er haldið áfram á sömu braut en farið norður í land, nánar tiltekið til Akureyrar þar sem sjónvarpsstöðin N4 er með höfuðstöðvar. Hún hefur vaxið og dafnað með hverju árinu og hefur á að skipa bæði reyndu og mjög hæfu starfsfólki sem er fundvíst á efni vítt og breitt um landið. Nær hún iðulega að fylla upp í það gat sem stóru sjónvarpsstöðvarnar skilja eftir. Framan af var glaðleg og hressileg ung kona áberandi á skjánum. �?arna var mætt Hilda Jana Gísladóttir sem hefur flestu sjónvarpsfólki meiri ástríðu fyrir starfi sínu.Á síðasta ári fór N4 að láta til sín taka á Suðurlandi með Eyjamanninn Sighvat Jónsson og Margréti Blöndal í fararbroddi. Hafa þau náð að bregða upp skemmtilegri mynd af Sunnlendingum í leik og starfi.
Nánar verður fjallað um afhendinguna í næsta tölublaði Eyjafrétta, sem kemur út á morgun.