Fargjöld Herjólfs hækka um 10 % nú um áramótin. Ferðum verður fækkað um tvær frá og með 13. janúar. Guðmundur Pedersen forstöðumaður innanlandssviðs Eimskips sagði þetta í samræmi við rekstrarstöðu og forsendur rekstrarsamnings og háð ákveðnum vísitölu- og kostnaðarhækkunum. Hækkunin tekur mið að breytingum á verðlagi ársins 2008.