Kári Kristján Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Wetzlar, gekkst undir aðgerð á dögunum þar sem fjarlægt var góðkynja æxli úr baki leikmannsins. Línumaðurinn sterki, sem á dögunum samdi við danska úrvalsdeildarliðið Bjerringbro-Silkeborg og fer þangað í sumar, er á batavegi og hann útilokar ekki að geta verið með íslenska landsliðinu í leikjunum tveimur gegn Slóvenum í undankeppni EM sem fram fara í næsta mánuði.