Gunnlaugur Grettisson, situr í stjórn Fasteignar hf. fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Hann sagði að árið 2004 hafi þáverandi meirihluti bæjarstjórnar V og B lista ákveðið að ganga til samstarfs við Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Bærinn seldi Fasteign húseignir fyrir 1.200 miljónir króna. „Af því fé fóru 15% af söluverðinu eða 180 milljónir inn í félagið sem hlutafé og Fasteign hf. greiddi 1,020 milljónir til bæjarins sem var nýtt að stærstum hluta til að greiða mjög óhagstæð lán. Þetta voru m.a. lán sem voru í erlendri mynt, sagði Gunnlaugur.
“
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst