Bæjarráð fundaði í dag og ræddi framtíðar húsnæðismál fatlaðra. �?ar kom fram að fyrir liggur að unnið hefur verið að fasteignaþróun á hinum svokallaða Ísfélagsreit eða nánar tiltekið Strandvegi 26. Að undangengnu auglýsingaferli var valið að vinna með fyrirtækinu Steina og Olla að fasteignaþóuninni. Sú vinna hefur nú skilað áætlun sem gerir ráð fyrir því að Vestmannaeyjabær eigi um 136 m2 sýningasal á jarðhæð (í boganum), 813,8 m2 sambýli og séríbúðir fyrir fatlaða á 2. hæð og 139,7 m2 íbúðir fyrir fatlaða á 3. hæð.
Vestmannaeyjabær vinnur nú að samningagerð á tilgreindum forsendum og verður samningur lagður fyrir bæjarráð þegar gerð hans er lokið.