Fasteignaverð í Vestmannaeyjum hefur hækkað um rúmlega 60% frá seinni hluta ársins 2008 til loka árs 2013. Á Ísafirði hefur hækkunin einnig verið umtalsverð, en þar hefur fasteignaverð hækkað um 35%. Á tveimur stöðum hefur verð eigna lækkað á þessu tímabili, en það er í Reykjanesbæ og Árborg. �?etta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.
Á tímabilinu frá seinni hluta ársins 2008 fram til 4. ársfjórðungs 2013 hefur fasteignaverð hækkað langmest í Vestmannaeyjum, eða um rúmlega 60% og þar á eftir á Ísafirði um u.þ.b. 35%. Á sama tíma hefur verð lækkað á tveimur stöðum, í Árborg um 10,2% og í Reykjanesbæ um 4,7%. �?að er því um 70 prósentu munur á breytingu fasteignaverðs í þessum bæjum á 5 ára tímabili.
Leiddar eru að því líkur að tenging við sjávarútvegin kunni að hafa áhrif til lækkunar. Kaupmáttur, atvinnu- og tekjustig hefur jafnan mikil áhrif á fasteignaverð og þessar tölur staðfesta það, segir í Hagsjánni. Í Árborg og í Reykjanesbæ var aftur á móti byggt mikið fyrir hrun og benda þessar niðurstöður til þess að mikið framboð íbúða hafi haldið aftur af hækkunum fasteignaverðs. �?á má líka ætla að báðir þessir þættir skipti máli í Vestmannaeyjum, en þar við kann að bætast að byggingarland sé meira takmarkað í Vestmannaeyjum.
mbl.is greindi frá