Fasteignaverð hækkað mest í Vestmannaeyjum
16. maí, 2014
Fast­eigna­verð í Vest­manna­eyj­um hef­ur hækkað um rúm­lega 60% frá seinni hluta árs­ins 2008 til loka árs 2013. Á Ísaf­irði hef­ur hækk­un­in einnig verið um­tals­verð, en þar hef­ur fast­eigna­verð hækkað um 35%. Á tveim­ur stöðum hef­ur verð eigna lækkað á þessu tíma­bili, en það er í Reykja­nes­bæ og Árborg. �?etta kem­ur fram í Hag­sjá Lands­bank­ans.
Á tíma­bil­inu frá seinni hluta árs­ins 2008 fram til 4. árs­fjórðungs 2013 hef­ur fast­eigna­verð hækkað lang­mest í Vest­manna­eyj­um, eða um rúm­lega 60% og þar á eft­ir á Ísaf­irði um u.þ.b. 35%. Á sama tíma hef­ur verð lækkað á tveim­ur stöðum, í Árborg um 10,2% og í Reykja­nes­bæ um 4,7%. �?að er því um 70 pró­sentu mun­ur á breyt­ingu fast­eigna­verðs í þess­um bæj­um á 5 ára tíma­bili.
Leidd­ar eru að því lík­ur að teng­ing við sjáv­ar­út­veg­in kunni að hafa áhrif til lækk­un­ar. Kaup­mátt­ur, at­vinnu- og tekju­stig hef­ur jafn­an mik­il áhrif á fast­eigna­verð og þess­ar töl­ur staðfesta það, seg­ir í Hag­sjánni. Í Árborg og í Reykja­nes­bæ var aft­ur á móti byggt mikið fyr­ir hrun og benda þess­ar niður­stöður til þess að mikið fram­boð íbúða hafi haldið aft­ur af hækk­un­um fast­eigna­verðs. �?á má líka ætla að báðir þess­ir þætt­ir skipti máli í Vest­manna­eyj­um, en þar við kann að bæt­ast að bygg­ing­ar­land sé meira tak­markað í Vest­manna­eyj­um.
mbl.is greindi frá

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst