Fasteignaverð á landsbyggðinni hækkar mest á Ísafirði og í Eyjum
14. febrúar, 2013
Vestmannaeyjar og Ísafjörður skera sig nokkuð úr sé litið á þróun fasteignaverðs í stærri bæjum úti á landi. Efnahagsleg lægð síðustu ára virðist ekki hafa haft mikil áhrif á fasteignaverð þar sem hefur hækkað verulega frá árinu 2008. Þetta kemur fram í hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.