Félagsskipti úkraínska framherjans að ganga í gegn
19. apríl, 2010
Nú lítur allt út fyrir að félagsskipti úkraínska framherjans Denys Sytnik séu að ganga í gegn en Sytnik var til reynslu hjá Eyjamönnum fyrr í vor. Sytnik lék æfingaleik með ÍBV gegn Hvöt og skoraði fjögur mörk í leiknum en þessi 23 ára framherji er uppalin hjá úkraínska stórliðinu Dynamo Kiev. Síðasta árið hefur hann verið hjá úkraínska félaginu Gornyak-Sport en Eyjamenn gera tveggja ára samning við Sytnik. Leikmaðurinn er væntanlegur til Eyja í vikunni, allt eftir því hvernig flugsamgöngur í Evrópu ganga fyrir sig.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst