Maður féll í sjóinn á milli skips og bryggju í Vestmannaeyjahöfn um klukkan fjögur í nótt. �?egar lögreglu bar að hafði félagi mannsins hjálpað honum í land og varð honum ekki meint af fallinu. Hann var þó fluttur á slysadeild til skoðunar. Grunur er að um ölvun hafi verið að ræða.