Fengu 108 grömm af kókaíni í hraðpósti frá Guyana
5. febrúar, 2007

Málið snýst um tæp 108 grömm af kókaíni, sem send voru til Íslands í pósti frá Guyana í hraðsendingu. Annar bróðirinn var skráður viðtakandi en hinn sótti pakkann á pósthúsið í Hveragerði og var þá handtekinn af lögreglu.

Tollverðir höfðu áður fundið kókaínið í pakkanum og voru fíkniefnin fjarlægð, gerviefni sett í staðinn og sendingin hélt áfram sína leið.

Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, að mennirnir neiti báðir sök. �?eir viðurkenndu hins vegar báðir, að hafa útvegað ýmsum aðilum fíkniefni ef svo hefði borið undir en við húsleit á heimili mannanna fannst m.a. bók þar sem skráðar voru skuldir ýmissa manna og ýmsir munir í peningaskáp, sem lögregla telji tengjast fíkniefnaviðskiptum.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst