Kristín Jóhannsdóttir, safnstjóri gosminjasafns í Vestmannaeyjum, segir útilokað að halda úti ferðaþjónustu allt árið um kring vegna stopulla siglinga. Tuttugu milljónir króna tapist vegna þessa og samfélagið verði af sex til átta heilsárs stöðugildum. Gosminjasafnið Eldheimar í Vestmannaeyjum var opnað fyrir rúmum tveimur árum. �?angað koma um þrjátíu þúsund manns á ári. Frá því að Landeyjahöfn opnaðist aftur í vor hefur verið mikill straumur ferðamanna til Eyja og rekstur sfnsins gengið vel, að sögn Kristínar.
Hins vegar segir hún að erfitt sé að halda úti ferðaþjónustu allt árið um kring: �??�?að gengur ekki vel þegar þjóðvegurinn er lokaður fimm til sex mánuði á ári. Reksturinn gengur engan veginn yfir vetrartímann.�?? Hún áætlar að safnið verði af um það bil 20 milljónum króna þar sem gestir komist ekki yfir veturinn. Fjöldi gesta fyrstu fjóra mánuði ársins hafi til dæmis aðeins verið brot af því sem hann varð í maí þegar siglingar milli Landeyjahafnar og Eyja hófust á ný. �??Mér finnst þetta náttúrlega ömurlegt, ekki bara fyrir safnið, heldur fyrir allt samfélagið,�?? segir Kristín. �??Hér gæti ég verið með sex til átta skemmtileg störf allt árið í staðinn fyrir að þurfa ekki starfsfólk hér yfir veturinn. �?að er talað um Landeyjahöfn sem þjóðveginn til Eyja og hér er ekki þjóðvegur í fimm, sex mánuði ársins.�??