Fyrstu fermingarnar í Vestmannaeyjum verða haldnar um helgina. Í síðustu viku kom út fermingarbað Eyjafrétta.
Fallegustu skreytingarnar eru oftast þær einföldustu
Áhugamál fermingarbarnanna verða oftar en ekki þema fermingarveislunnar og í skreytingum, einnig velja flestir litaþema sem sjá má í servéttum, kertum og fleiru. Ekki þurfa skreytingarnar að vera flóknar, smá upphækun á matarborðið með blómum, fermingarkerti og persónulegan hlut sem tengist barninu, eins og t.d. fyrstu skóna eða eitthvað sem tengist áhugamáli barnsins, þá ertu kominn með grunn af góðri skreytingu.
Ljósmyndir eru mjög fallegt og persónulegt skraut. Myndir af fermingarbarninu í uppvextinum og að gera hluti sem það finnst skemmtilegt. Hægt er að hengja myndirnar upp, leggja undir kúpul eða setja í glerkassa.
Góð hugmynd er að endurnýta krukkur og glerflöskur sem vasa fyrir blóm eða kerti.
Fáðu hugmyndir
Á Pinterest er hægt að fá innblástur og hugmyndir af allavega veislum og einnig er mikið af DIY(gerðu það sjálfur) skrauti sem hægt er að gera fyrir fermingardaginn. Ef þú vilt læra föndra eitthvað skraut, læra nýtt brot fyrir servétturnar eða fá hugmyndir af fermingargreiðslunni, allt þetta má finna í hafi af hugmyndum sem leynast á pinterest.
Blóm lífga upp á hvaða rými sem er og er mikilvægur partur af góðri skreytingu á fermingarborðið. Löber yfir dúkinn rammar borðið inn og smá skraut á hann skemmir ekki fyrir. Fermingarkerti eru flestir með og er hægt að hafa það í litaþemanu og skreyta það eða láta merkja það barninu og deginum. �?ll blómin, löber og kertin á myndinni eru frá Blómaval.
Nátturulegt hár á fermingardaginn
![]()
Svanhvít Una Yngvadóttir hárgreiðslukona hjá Crispus sem staðsett er í Heilsueyjunni, sagði að fermingarhárið í ár væri náttúrulegt og að hárið ætti að njóta sín. �??Hárið er svo brotið upp með fléttu eða tekið upp í aðrahvora hliðina, ég nota alltaf lifandi blóm í fermingagreiðslurnar til að hafa þetta sem náttúrulegast. Annars vita stelpurnar alveg hvað þær vilja sem er frábært. Strákarnir eru flestir stuttklipptir og fallega greiddir. �?? �?á erum við að tala um þessa týpisku herraklippingu og rakað í hliðunum, en þeir vita líka hvað þeir vilja og hafa fjölbreyttar óskir,�?? sagði Svanhvít.
Fermingarfötin
Fermingartískan er skemmtileg í ár sagði Bertha Johansen eigandi Sölku. �??Á stelpurnar hafa samfestingar sett skemmtilegan svip, blúndan er klassísk og kemur bæði inní kjólana og samfestingana og litirnir eru aðallega tveir, hvítur og bleikur. �?að eru alltaf fleiri strákar sem kjósa að fara í þægilegar sparibuxur eða einfaldlega svartar gallabuxur, skyrturnar eru aðallega hvítar eða bláar en meiri fjölbreytni er í jökkunum og hálstauinu.�??
Fallegar fermingargreiðslur hjá Ozio
Fermingargreiðslur síðustu ára hafa verið fyrst og fremst fallegar og einfaldar sagði Ása Svanhvít Jóhannesdóttir eigandi Ozio. En hún og Jóhanna Birgisdóttir gerðu tvær fallegar og ólíkar greiðslur í fermingarstúlkurnar Evu Sigurðardóttir og Berthu �?orsteinsdóttur.
�??�?að er mikið um liði og bylgjur þegar kemur að greiðslum. �?að gerir hárið fínna og þar kemur breytingin frá slétta hárinu sem stelpur eru gjarnan með,�?? sagði Ása. Við mælum samt með að gera eitthvað örlítið meira, �??til dæmis að spenna hárið upp, aðra hliðina eða báðar. Einnig eru fléttur mjög vinsælar núna og svo verður greiðslan alltaf sérstakega glæsileg með smá látlausu skrauti sem passar við�?? sagði Ása að lokum.
Hægt er að skoða fermingarblað Eyjafrétta hér að neðan eða með því að smella hér: