Fermingarbörn safna fyrir vatnsbrunnum í Afríku
4. nóvember, 2014
Á hverju hausti ganga tilvonandi fermingarbörn á landinu í hús og safna fé til vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku. Hér í eyjum verða fermingarbörnin á ferðinni miðvikudaginn 5.nóvember milli klukkan 17.00 og 19.00.
Áður en börnin ganga í hús fá þau fræðslu um það hvernig vatnsþró, vatnstankur eða brunnur með hreinu vatni getur gjörbreytt lífi fólks til hins betra: Heilsufar batnar; stúlkur sem áður sóttu vatn um langan veg fá tíma til að sækja skóla; með áveitu verður til meira og betra fæða og svo koll af kolli.
Með því að taka þátt í fjáröflunarverkefninu fá börnin innsýn í líf jafnaldra sinna í starfssvæðum Hjálparstarfs kirkjunnar í Afríku og kynnast erfiðleikum sem þau búa við.
Fermingarbörnin fá líka tækifæri til að ræða um ábyrgð okkar allra á því allir jarðarbúar fái lifað mannsæmandi lífi.
Í fyrra söfnuðu fermingarbörn á Íslandi 8.283.633 krónum til vatnsverkefna í Eþíópíu, Malaví og �?ganda, og stóðu fermingarbörnin í eyjum sig mjög vel, eins og endranær. Framlag fermingarbarna og stuðningur þeirra er ómetanlegur og kann Hjálparstarfið þeim bestu þakkir fyrir!
Með von um að Eyjamenn, taki vel á móti fermingarbörnunum sem banka upp á með söfnunarbauk Hjálparstarfs kirkjunnar í hönd.
Sr. Guðmundur �?rn Jónsson
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst