Fíflalús er nú áberandi í húsgörðum í Eyjum og gerir garðeigendum og íbúunum lífið leitt. Á vef Náttúrufræðistofu Íslands kemur fram að fíflalús sé nýlegur landnemi á Íslandi. Elstu sýni eru frá síðsumrinu 2007 en hún var þó farin að láta á sér bera einhverjum sumrum fyrr.