Karlmaður á þrítugsaldri var tekinn við akstur í Vestmannaeyjum í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóð var tekið úr manninum til rannsóknar og beðið er eftir niðurstöðum úr því til að ákveða næstu skref í málinu. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu.