Félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli minnast þess um þessar mundir, að liðin eru fjörtíu ár frá stofnun hans, 28. september árið 1967. Garðar Sveinsson, sem þá var framkvæmdastjóri Vélsmiðjunnar Völundar, var aðaldriffjöðrin að stofnun klúbbsins. Og margir þeirra sem gerðust stofnfélagar klúbbsins voru einmitt starfsmenn í Völundi. Stofnfundurinn var haldinn í Ísfélaginu og stofnfélagar voru 28 talsins, eru 5 þeirra enn starfandi í Helgafelli. Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur öll þessi 40 ár verið mjög virkur í bæjarlífi Vestmannaeyja og látið til sín taka á mörgum sviðum og reynt að láta gott af sér leiða.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst