Allir voru með bílbeltin spennt auk þess sem annað barnið sat í þar til gerðum barnabílstól. Mikil hálka var á Suðurlandsvegi þegar þetta gerðist og sökum hálkunnar þá missti ökumaðurinn stjórn á jeppabifreiðinni sem snérist, fór út af veginum og valt á hliðina ofan í skurðinn. Fólkið var flutt með sjúkrabifreið til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli en meiðsl þeirra reyndust ekki alvarleg. Jeppabifreiðin var síðan fjarlægð af vetttvangi með kranabifreið og er jeppabifreiðin talsvert skemmd.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst