Karlalið ÍBV lagði í dag Þrótt að velli í 1. deild karla í handbolta þegar liðin áttust við í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum. Eyjamenn voru fyrir leikinn taldir mun sigurstranglegir en vaskir sveinar Sigurðar Sveinssonar, þjálfara Þróttar gáfust aldrei upp og náðu Eyjamenn aldrei að hrista þá af sér. Nokkur spenna hljóp í leikinn undir lokin þegar Þróttarar náðu að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn sigldu sigrinum á endanum örugglega í höfn. Lokatölur 31:28 eftir að staðan í hálfleik var 17:13 ÍBV í vil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst