Fiskvinnslufólk í Vestmannaeyjum streymir nú inn á atvinnuleysisskrá og í gær voru starfsmenn Drífanda stéttarfélags í Eyjum á haus við að aðstoða það við að skrá sig, að sögn Arnars G. Hjaltalín, formanns Drífanda.
�?etta kemur fram á mbl.is í morgun og greinilegt að verkfall sjómanna, sem hófst síðasta miðvikudagskvöld, er farið að bíta og hefur víðtæk áhrif, bæði á störf til sjós og lands og stöðu Íslands á fiskmörkuðum. Flestar fiskvinnslur voru búnar að vinna þann afla sem þær áttu fyrir síðustu helgi.
�??Fjórar af sex fiskvinnslum í Vestmannaeyjum stöðvuðu vinnslu vegna hráefnisskorts fyrir helgi og hinar tvær, Vinnslustöðin og Ísfélagið, stöðva vinnslu í vikunni. �?egar hráefnisskortur er í fiskvinnslu heimila lög að starfsfólk sé tekið strax af launaskrá og geti skráð sig á atvinnuleysisskrá. Tekur sú skráning strax gildi, að því er fram kemur í umfjöllun um áhrif verkfalls sjómanna á mbl.is.