Ráðherra benti á að mikið misræmi væri í því hvernig menn vildu haga næsta skrefi í rannsóknum í fyrirhuguðum jarðgöngum og því væru kostnaðartölur á reiki. Hann sagði næsta skref að fá lendingu í það hvað þyrfti að rannsaka og svo að útveg fjármagn í verkefnið. Brýnast væri að klára rannsóknir á framtíðarsamgöngum við Vestmannaeyjar.
Árni benti ennfremur á að brýnt væri að leysa úr samgöngumálum við Vestmannaeyjar á millitímabilinu fram að framtíðarlausn, sem væru næstu fimm til tíu árin.
Nokkrir fundarmenn beindu fyrirspurnum til ráðherra en auk samgöngumála komu upp breytingar á breytt skipan lögreglumála og hvernig þau mál snúi að Vestmannaeyjum. �?á var spurt út í málefni Skipalyftunnar en á fundinum kom fram að verið væri að vinna í að finna lausn gagnvart reglum Evrópusambandinu. Ráðherra sagði að ekki mætti ýta á sambandið um of til að hraða málinu, það gæti einfaldlega gert ráðamenn þar fráhverfa því að sjá ný sjónarmið eins og í málefnum Skipalyftunnar. Hins vegar yrði að klára málið til Evrópusambandsins á næstu átta vikum. Kvartað var undan gjaldskrá Herjólfs og flutningsgjöld og bent á óréttlætið gagnvart t.d. veggjöldum í Hvalfjarðargöngin.
Guðjón Hjörleifsson, þingmaður hélt sömuleiðis framsögu og svaraði spurningum en í máli hans kom m.a. fram að allt benti til þess að búið væri að ákveða að fara í hafnargerð í Bakkafjöru.
�?á benti hann á möguleika á fjármögnun á rannsóknum vegna jarðganga en það væri að bæjarstjórn þrýsti á þingmenn að veita úr þingmannapotti fjármagni til rannsóknanna. �?ar væri hægt að ná í 40 milljónir og ef kostnaður við rannsóknirnar væri hærri, yrði það á herðum þingmanna að ná í það sem upp á vantaði.
�?á benti Guðjón á að mikilvæg væri að forræði Bakkafjöruhafnar yrði í höndum Eyjamanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst