Fjögur af tólf fallegustu mörkunum komu á Hásteinsvelli
28. september, 2010
Nú stendur yfir kosning á fallegasta marki sumarsins í Pepsídeild karla á www.ruv.is en valið stendur á milli tólf glæsilegra marka. Fjögur af þessum tólf mörkum komu á Hásteinsvelli og skoruðu Eyjamenn tvö þeirra. Sigurmark Eiðs Arons Sigurbjörnssonar gegn Keflavík í sumar hlýtur að koma sterklega til greina og sömuleiðis þrumufleygur Danien Justin Warlem gegn Val.