Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið þar sem m.a. fíkniefnamál komu við sögu. Helgin gekk ágætlega fyrir sig og rólegt í kringum skemmtistaði bæjarins. Nokkuð var um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum en það leystist allt án mikilla vandkvæða.