Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og fór skemmtanahald helgarinnar þokkalega fram. Eitthvað var þó um pústra á skemmtistöðum bæjarins en engin kæra liggur fyrir vegna þeirra. Þá voru fjögur umferðaróhöpp tilkynnt lögreglu í vikunni sem verður að teljast óvenjulegt.