Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli var ökumaður einn í malarflutningabílnum og var hann fluttur með sjúkrabifreið til skoðunar á heilsugæslustöðina á Hvoslvelli. �?kumaðurinn kvartaði yfir eymslum í öxl en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Við skoðun lögreglu kom í ljós að hjólbarðar malarflutningabílsins voru ekki í samræmi við þau akstursskilyrði sem voru á vettvangi þegar óhappið gerðist en vegslóðinn liggur um brekkur utan í heiðinni. Talsvert tjón varð á malarflutningabílnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst