Miðvikudaginn 30. nóvember var haldin jólasýning á vegum fimleikafélagsins Ránar í stóra salnum. Sýningin var fjölbreytt og einkar glæsileg í alla staði. Fimleika iðkendur eru um þessar mundir 42 talsins og eru á aldrinum 6 til 14 ára. Iðkenndur í íþróttaskólanum eru 40 og svo eru 4 til 5 ára iðkenndur 30.
Birna María Unnarsdóttir fékk Kristbjargarbikarinn að þessu sinni en þau verðlaun standa fyrir fyrir efnilegasta iðkanda vetrarins. Ísey Heiðarsdóttir hlaut einnig bikar fyrir mestu framfarir vetrarins.
Í samtali við Díönu �?lafsdóttur, sem er yfirþjálfara iðkenda á aldrinum 6 til 14 ára ásamt systur sinni Ingibjörgu, segir segir hún sýninguna hafa tekist vel til. �??Allir iðkendur stóðu sig mjög vel og vorum við ánægð með þann fjölda sem kom á sýninguna,�?? segir Díana.
Fjölbreytt dagskrá hefur verið hjá fimleikafélaginu þennan veturinn og er ekki útlit fyrir annað á komandi misserum. �??Við vorum t.d. með Parkour námskeið í vetur sem var vel sótt og stefnum við á að hafa annað námskeið eftir áramót,�?? segir Díana og hvetur um leið krakka til að koma og prófa að æfa fimleika.