Það vantar ekki fjörið á knattspyrnuvöllum bæjarins þessa stundina en í morgun hófst Shellmótið á fullum krafti. Liðin leika þrjá leiki í dag en mótið hófst í góðu veðri, reyndar rigndi í morgun en nú hefur stytt upp. Þegar þetta er skrifað er hlýtt, hægur vindur en skýjað, ekta knattspyrnuveður. Í kvöld verður svo setningarhátíð Shellmótsins sem hefst með skrúðgöngu klukkan 18.30 frá Barnaskóla. Þaðan verður gengið á Týsvöll þar sem setningin fer fram.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst