Fjórar stúlkur úr ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í æfingum hjá landsliðum Íslands í knattspyrnu. Þær Sóley Guðmundsdóttir, Berglind Þorvaldsdóttir og Birna Berg hafa allar verið valdar til æfinga með U-19 ára landsliði Íslands en æfingarnar eru liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðil Evrópumóts landsliðs sem fer fram í Wales í lok mars.