�??�?g er best gifti maður allra tíma,�?? segir Eyjamaðurinn Tryggvi Hjaltason þegar hann fer yfir fjölskyldumál sín með blaðamanni Eyjafrétta en síðustu ár hefur Tryggvi verið að starfa fyrir tölvuleikjarisann CCP en að hans sögn tilheyrir fyrirtækið í dag efsta lagi afþreyingariðnaðarins á heimsvísu.
�??�?g er giftur ofurgyðjunni Guðnýju Sigurmundsdóttur, dóttur Simma og Unnar í Viking Tours,�?? heldur Tryggvi áfram. �??Saman eigum við tvö börn, Bjart fimm ára og Evu tveggja ára og eitt á leiðinni. Sjálfur er ég kominn af miklum molum, Hjalta Kristjánssyni lækni og Veru Björk Einarsdóttur skjólahjúkrunarfræðing og á ég tvö systkin Trausta og Ragnheiði Perlu.�??
Tryggvi kláraði stúdentspróf frá FÍV og eftir það lá leiðin vestur um haf þar sem hann kláraði BS gráða frá Embry Riddle University í Bandaríkjunum í Global Security and Intelligence Studies. �?egar heim var komið aftur, skellti Tryggvi svo í eina Masters gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands en því má bæta við að hann hefur einnig lokið lögregluskóla ríkisins ásamt grunni í hagfræði frá HÍ.
Hefur víða komið við
Aðspurður út í fyrri störf segist Tryggi hafa komið víða við. �??�?g hef starfað víða, m.a. fyrir Vestmannaeyjabæ, UMF�?, Ísfélagið, Löndunargengið, Lögregluna, Landhelgisgæsluna, Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, Innanríkisráðuneytið, Embætti sérstaks saksóknara og nú síðast CCP.�??
Hvenær byrjaðir þú hjá CCP og hvað felst í starfi þínu? �??�?g byrjaði í september 2015 og tók þá við starfinu �??Senior analyst�?? sem myndi líklega útleggjast �??yfir greiningaraðili�?? en starf mitt þá fól í sér í stuttu máli að greina hvort fyrirtækið væri reiðubúið að ráðast í ákveðnar breytingar á viðskiptamódeli sínu. �?að leiddi til þess að ég fór að skoða ýmsa vinkla í uppbyggingu fyrirtækisins út frá þeirri þekkingu sem ég hef náð mér í t.a.m. hegðunarfræði, meðferð gagna og greining verðmæta- og hreyfipunkta. Í stuttu máli leiddi það til samræðna sem leiddu til þess að fyrirtækið bað mig að leiða metnaðarfullt verkefni sem sneri að því að smíða nýja byrjun á flaggskip fyrirtækisins, EVE Online. EVE Online er tölvuleikur sem nær öll Reykjavíkurskrifstofa fyrirtækisins er byggð utan um, enda hefur Hilmar framkvæmdastjóri bent á að yfir 500 milljón dollarar hafi komið inn í Íslenskt hagkerfi í gegnum leikinn,�?? segir Tryggvi og heldur áfram.
Leiddi stórt teymi í breytingunum
�??�?g tók því við starfi framleiðanda og leiddi stórt teymi í átt að þessum breytingum. �?ann 15. nóvember sl. voru síðan gefnar út einar stærstu breytingar sem hafa verið gerðar á EVE Online í 14 ára sögu leiksins, þegar ákveðið var að breyta tekjumódelinu yfir í svokallaða fríspilun sem þýðir að í dag getur þú spilað leikinn án þess að borga fyrir hann. Á sama tíma var algjörlega breytt öllu ferlinu í kringum það hvernig nýir spilarar koma inn í leikinn en við ákváðum að notast við ýmis verkfæri sem leikurinn hefur ekki notast við áður eins og línulega frásögn, raddleikara, skipulagða virkjun tilfinninga og skipulagða uppbyggingu upplýsingaflæðis.
Upplifunin sem við kölluðum Inception hefur fengið virkilega góðar viðtökur en fjöldi spilara í leiknum tvöfaldaðist, það hafa mörg hundruð þúsund manns nú þegar farið í gegnum lífsreynsluna sem við smíðuðum og það virðast bjartir tímar framundan. Ferlið í heild sinni var ný upplifun fyrir mig og var ótrúlega fróðlegt og þroskandi. Til að mynda þegar ég flaug til London til að stýra raddupptökuferlinu fyrir leikinn að þá fattaði ég að einn raddleikarinn lék stórt hlutverk í uppáhalds sjónvarpsþættinum mínum sem var auðmýkjandi lífsreynsla sem ásamt öðru fékk mann til að skilja að CCP er í efsta lagi afþreyingariðnaðarins.�??
Grundvallarbreytingar framundan
�?ú hefur talað um að við séum að ganga í gegnum fjórðu iðnbyltinguna, hvað áttu við með því? �??Tækniframfarir eins og gervigreind, þrívíddarprentun, sýndarveruleiki, róbótavæðing og breytt orkunýting eru byrjaðar að ýta af stað grundvallarbreytingu í virðis- og vinnumarkaðsmódelum. �?g er svo heppinn að fá að vinna við og upplifa á hverjum degi hluta af þessari byltingu, sem er sýndarveruleikinn, en CCP er einn af leiðandi efnisframleiðendum fyrir sýndarveruleika (VR) í heiminum. �?essi bylting er að fara að umturna hagkerfum okkar og hugsun um verðmætaframleiðslu en rannsóknir telja t.a.m. að 10 til 47% allra starfa muni hverfa á innan við næstu 20 árum út af þessari þróun.
�?að sem ég hef verið að benda á er að lærdómur sögunnar sýnir að það skiptir gríðarlega miklu máli hvar hagkerfi er statt tæknilega og hugmyndafræðilega þegar iðnbylting gengur yfir heiminn vegna þess að fyrstu hagkerfin til að tileinka sér breytingarnar hljóta gríðarlegt samkeppnisforskot sem önnur ríki eyða næstu áratugum í að reyna að jafna,�?? segir Tryggvi sem vonast til að Ísland geti orðið leiðandi þjóð í þessari iðnbyltingu.
Getum brugðist fljótt við
�??Ísland, hér má líka setja inn Vestmannaeyjar, hefur það með sér að þjóðin er smá og dýnamísk og getum við þess vegna verið fljót að bregðast við. Við eigum því auðveldlega að geta staðsett okkur kröftuglega fyrir þessar yfirstandandi breytingar. Á móti kemur að hrunið virðist hafa tekið sjálfstraustið svolítið frá okkur og við höfum minni �??sjóð�?? af hæfileikum til að sækja í sökum fámennis þannig að við þurfum að vinna betur með það sem við höfum. En til að setja truflunar áhrifin af yfirvofandi tækni í smá samhengi, þá mun róbótavæðing t.a.m. hreyfa framleiðslueiningar hratt á milli hagkerfa, frá hagkerfum sem reiða sig á ódýrt ósérhæft vinnuafl til hagkerfa sem hafa fjármagn, tækniþekkingu og pólitískan vilja til að setja upp hátækniverksmiðjur. �?etta er t.d. talinn vera einn stærsti ás í ermi Bandaríska hagkerfisins á næstu árum,�?? segir Tryggvi.
Tækifæri sýndarveruleika til menntunnar og orkunýtingar
Sömu sögu hefur Tryggvi að segja af t.d. þrívíddarprentun og sýndarveruleika. �??Auðvelt er að sjá fyrir sér í landi eins og Íslandi, þar sem öll verðlagning er svo háð innflutningi, hver truflunaráhrifin kynnu að vera ef við gætum flutt inn hráefni til ódýrrar framleiðslu í stað fullunnar vöru í öll mál.
Sama má segja með tækifæri sýndarveruleika til menntunnar og orkunýtingar fyrir allt samfélagið, en þar er Ísland í algjörlega sér aðstöðu því við erum eina ríkið í heiminum sem höfum náttúruleg batterý af þeirri stærðargráðu sem við höfum í uppistöðulónum okkar. Fyrir utan það að nær öll raforkuframleiðsla okkar er sjálfbær.�??
�??Ein stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag er menntakerfið sem þarf að undirbúa Íslendinga með þekkingu til að virkja þessar breytingar en ekki bara það heldur viðhorfið til þess að sköpun sé dyggð og virðingarverð notkun á tíma þínum. Við þurfum fleiri fyrirtæki eins og �?ssur, Marel og CCP og við þurfum fleiri staði í hagkerfinu þar sem fólk fær rými til að prófa nýja hluti og setja verkefni í gang sem geta þúsundfaldast, en ekki bara aukist um 10% á ári,�?? segir Tryggvi.
�?tti að toga í Vestmannaeyinga
Hver er þín framtíðarsýn fyrir Vestmannaeyjar með tilliti til uppgangs í tæknigeiranum? �??�?etta ætti að toga sérstaklega í Vestmannaeyinga enda rekum við alltof einhæft hagkerfi og það eru í raun sömu lögmál með Vestmannaeyjar eins og Ísland, að það þarf ekki marga einhyrninga til að hafa töluverð áhrif á hagkerfið hérna. Sem betur fer er meðvitund um þetta hér, bæjaryfirvöld unnu t.a.m. að því að koma á námi í haftengdri nýsköpun. Vestmannaeyjar eru eðli málsins samkvæmt hraðall fyrir sköpun á sviði sjávarútvegs og ferðamála.
�?g myndi vilja sjá okkur hugsa enn meira út fyrir kassann en verðmætasta útflutningsvaran á Íslandi í dag sem er byggð á sjávarfangi m.v. þyng er t.a.m. roð af fiskum sem er notað í plástra. Vestmannaeyingar sitja einfaldlega á risa hráefnamiðstöð þar sem safnast hefur saman fjármagn og mikið af grunnþekkingu sem hægt er að nýta í aukna áhættutöku til að búa til fjölbreyttari undirstöður í hagkerfið.�??
�??�?að er ekkert sem segir að næsta stórfyrirtæki í sýndarveruleika, þrívíddarprentun, eða líftækni byggt á sjávarföngum geti ekki verið í Vestmannaeyjum, ekkert nema við sjálf að sjálfsögðu. Vestmannaeyingar eru alltaf að kvarta yfir því hvernig ríkið sinnir ekki heilbrigðis og samgöngumálum af dugnaði. �?g myndi vilja að við komum okkur í þá stöðu að við getum einfaldlega sjálf fjárfest í og rekið bestu þjónustu sem fyrirfinnst upp úr djúpum sjóðum sem hugvit Eyjamanna hefur fært okkur,�?? segir Tryggvi.
Höfum aldrei haft það betra
�?ú hefur mikið talað fyrir því að heimurinn fari sífellt batnandi og lífskjör fólks í takt við það. Finnst þér fólk einblína óþarflega mikið á neikvæða hluti og gleyma því góða? �??�?að skiptir næstum ekki máli hvaða mælikvarði er notaður, frelsi, fátækt, ofbeldi, lýðræði, velmegun, við höfum aldrei haft það betra í mannkynssögunni.
Fólk má ekki gleyma því að við erum einfaldlega fyrsta kynslóðin á þessari jörð þar sem það sem við köllum fátækt er ekki eðlilegt hlutskipti meirihluta fólks. Frjáls markaður og aflæsing hugvits einstaklingsins hefur fært okkur þessi stórkostlegu lífsgæði. Sú staðreynd að meðal manneskjan getur í dag notað öflugustu vél allra tíma, heilann í sér, til þess að skapa, finna lausnir og bæta lífsgæði og hefur efnahaglegan farveg til að koma þeim lausnum í framkvæmd er svo sannarlega ekki sjálfsagt.
En það er raunveruleikin sem við búum við á Íslandi. �?g tel að við séum á mörkum margföldunaráhrifa í þessu tilliti. Sé t.d. litið til þróunar á gervigreind þá sýna flestar kúrvur að þegar ákveðin þekkingarmassi næst þá verður getan til að aflæsa vandamálum að sínum eigin skriðþunga í veldisvexti. En ég er t.d. að vinna í hliðarverkefnum með háskólasamfélaginu hérlendis að því að innleiða meira af rannsóknum á sviði gervigreindar, �??machine learning�?? og lífeðlisfræðilegrar þekkingar inn í skilning og framleiðsluferli hjá CCP. �?g fæ því að fylgjast með beggja megin borðs hversu mikill hraðinn á þessu er,�?? segir Tryggvi.
Samfélag og náttúra skipta máli
Enn fremur telur Tryggvi að þættir eins og samfélag og náttúra muni ráða því meira í framtíðinni hvar fólk velji að búa vegna þess að verðmætaeiningarnar verði sífellt hreyfanlegri og þá séu Vestmannaeyjar heldur betur í sóknarstöðu. �??Ímyndum okkur allt unga fólkið sem býr í Reykjavík myndi flytja til Vestmannaeyja ef það gæti bara fengið starf sem það þætti áhugavert. �?g tel að við séum hratt á leiðinni í þessa átt og þá eru Vestmannaeyjar heldur betur komnar með lúxusvandamál því við vitum að það keppir ekkert bæjarfélag við okkur í fegurð eða gæðum samfélags. En að sama skapi munu fyrstu metrarnir markast mjög af því hver verður fyrstur af stað með undirstöður til að ná þekkingarmargfaldaranum af stað, því auðlindin verður í vaxandi mæli fólkið.�??
Ef við förum aðeins út í stjórnmálin. Nú hefur loks verið mynduð ný ríkisstjórn, hvernig lýst þér á hana? �??Mjög vel, þessi stjórn er mjög jákvæð gagnvart öllu því sem ég hef tíundað hér að framan. Eins og þetta lítur út frá mínum bæjardyrum þá hrökk Bjarni Ben í gang um mitt síðasta kjörtímabil og fór að setja áherslu á að stilla Íslandi upp á réttan stað fyrir þær breytingar sem við stöndum frammi fyrir. Fjármálaráðuneytið undir Bjarna samþykkti umfangsmiklar lagabreytingar er varða fjármögnun og skattlagningu þegar kemur að rannsóknum og þróun og uppsetningu nýsköpunarfyrirtækja. �?á var sérstaklega minnst á �??hugvit�?? í stjórnarsáttmála og ég tel að það sé ríkur skilningur gagnvart þessu öllu saman innan ríkisstjórnarinnar,�?? segir Tryggvi.
Hver munu vera brýnustu verkefni þessarar stjórnar? Menntakerfið tel ég vera númer eitt, tvö og þrjú vegna þess að menntakerfið er undirstaðan sem gerir það að verkum að landið verði byggilegt í framtíðinni. Ef við undirbúum börnin okkar ekki á samkeppnishæfan máta þá endar hagkerfið okkar einfaldlega í öðrum flokk og þá verða ekki til verðmæti sem þarf til að byggja allan annan lúxus í landinu eins og topp heilbrigðiskerfi eða góðar samgöngur. Íslendingar eru í miðjum tækifærisglugga núna varðandi menntakerfið og tel ég að við höfum þrjú til fimm ár til að gera ansi stórkostlegar breytingar. �?ær miða að því að gefa kennurum og þeim sem standa lykil verðmætaeiningunni næst, þ.e. �??barninu�??, það frelsi sem þarf til að gefa því samkeppnishæfa menntun. Miðstýrð kennsluskrá er eitur í beinum mínum, vegna þess að hún mun aðeins geta fylgt hægasta samnefnara. Um leið og kennarar fá frelsi til að byggja á styrkleikum sínum í kennslu og umhyggju, þá færðu fyrst alvöru frumkvæði og þarfa nýsköpun,�?? segir Tryggvi.
Nefndir hafa aukið vægi
Telur þú að landsbyggðin eigi eftir að sitja á hakanum miðað við ráðherraskipan? �??Nei, Suðurkjördæmi t.a.m. er með formennsku í tveim lykilnefndum og það gleymist að nefndir hafa aukið vægi sitt í íslenskri stjórnsýslu gríðarlega síðustu ár vegna þess að ábyrgðarfirring ráðherra hefur fært ákvörðunarvald í gríðarlegum fjölda tilfella beint til nefnda. Í stuttu máli: það eru fáar lykilákvarðanir teknar í dag í íslenskri stjórnsýslu án þess að vera settar í nefnd,�?? segir Tryggvi og heldur áfram á sömu nótum.
�??Seinni punkturinn varðar það að þegar það er enginn �??fulltrúi�?? sem ráðherra, þá geta ráðherrarnir ekki leyft sér að hunsa málaflokk þess hóps. �?etta kemur inn á þekkt fyrirbæri í stjórnmálum sem ég kalla hræðsluna við að hegða sér samkvæmt stereótýpunni. �?etta er t.d. ástæðan fyrir því að mesta einkavæðing heilbrigðiskerfisins fór fram undir Vinstri Grænum, stærsta útþensla ríkisvaldsins fór fram undir Sjálfstæðisflokknum og harðasta stefnan gegn ólöglegum innflytjendum var framkvæmd undir Obama. Vestmannaeyingar þurfa að átta sig á hversu ótrúlega verðmætt fyrirkomulag þetta getur verið. Við vinnum með það sem við höfum og ég tel að við höfum ansi sterka hönd. Fyrstu metrarnir byrja a.m.k. vel, það er búið að fjármagna Herjólf og afhendingardagsetning kominn fyrr en menn þorðu að vona,�?? segir Tryggvi sem að lokum biður Guð um að blessa Vestmannaeyjar.