Næstur á undan honum er Gunnar �?rlygsson en hann talaði í samtals 12 mínútur og fór sömuleiðis sex sinnum í ræðupúlt. Í fjórða neðsta sæti er Guðjón Hjörleifsson, sem talaði í 13 mínútur en Guðjón fór fimm sinnum í ræðupúlt Alþingis. �?á talaði Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni í 14 mínútur en hún fór sjö sinnum í ræðustól.
�?etta kemur fram í Blaðinu í dag en þar hefur verið tekin saman hversu oft þingmenn fóru í ræðustól og hversu lengi þeir töluðu. Áberandi er að stjórnarandstaðan talar mest en þeir sex þingmenn sem mest töluðu eru allir úr stjórnarandstöðu. Jón Bjarnason, Vinstri Grænum er í nokkrum sérflokki, talaði samtals í 820 mínútur og fór 158 sinnum upp í ræðustól.
Annars er listinn yfir þau sem töluðu mest og þau sem töluðu minnst þannig:
Mest talað:
Jón Bjarnason, Vinstri Grænum 820 mínútur
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri Grænum 635 mínútur
Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum 570 mínútur
Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri Grænum 494 mínútur
Katrín Júlíusdóttir, Samfylkingunni 436 mínútur
Oftast í ræðustól:
Jón Bjarnason, Vinstri Grænum 158 sinnum
Pétur Blöndal, Sjálfstæðisflokki 133 sinnum
�?gmundur Jónasson, Vinstri Grænum 116 sinnum
Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni 104 sinnum
Steingrímur J. Sigurðsson, Vinstri Grænum 104 sinnum
Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum 102 sinnum
Minnst talað:
Sigurrós �?orgrímsdóttir, Sjálfstæðisflokki 2 mínútur
Kjartan �?lafsson, Sjálfstæðisflokki 8 mínútur
Gunnar �?rlygsson, Sjálfstæðisflokki 12 mínútur
Guðjón Hjörleifsson, Sjálfstæðisflokki 13 mínútur
Margrét Frímannsdóttir, Samfylkingunni 14 mínútur
�?ó að ræðutími þingmanna sé vissulega einn mælikvarði á störf þeirra þá er það langt í frá sá eini. �?annig segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði að þingsalur sé frekar vettvangur stjórnarandstöðunnar. “�?ingsalur er að vissu leyti vettvangur stjórnarandstæðunnar. �?ar er hennar tækifæri til að gagnrýna stjórnina og það er það sem hún á að gera í raun og veru.”
“Stjórnarþingmenn halda sig meira til hlés en ráðherrarnir sem eru í eldlínunni. �?að er ekki ætlast til þess að stjórnarþingmenn hafi sig eins mikið í frammi í þingsal. �?eir hafa hlutverk í nefndum og þingflokkum stjórnarinnar. �?etta er þess vegna ekki óvænt mynstur,” segir prófessorinn Gunnar Helgi um ræðumennsku þingmanna.
Unnið upp úr grein í Blaðinu
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst