Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað fjórtán sinnum út á síðasta ári en mesta tjónið var þegar Lifrasamlag Vestmannaeyja brann, bæði menningarlegt og fjárhagslegt tjón. Þá hefði einnig getað farið illa þegar kveikt var í langferðabifreið við flugeldageymslu Björgunarfélagsins en slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn áður en hann læsti sig í byggingunni.