Fleiri leikir á Hásteinsvelli - færri ferðalög
eftir Trausta Hjaltason
Hasteinsv TMS 20220917 160704
Greinarhöfundur skorar á bæjarfulltrúa að leita allra leiða með ÍBV til að tryggja að hitalagnir verði lagðar undir Hásteinsvöll.

Fleiri íþróttakrakkar – minna brottfall

Íþróttir barna og ungmenna hafa líklega aldrei verið jafn mikilvæg, ekki bara sem hreyfing og forvörn, heldur líka til að efla félags þroska.

Það hefur margoft sýnt sig að með bættu aðgengi að íþróttinni þá fjölgar þátttakendum, það er því ánægjulegt að síðustu tvær bæjarstjórnir hafa verið samþykk því að setja upp gervigrasvöll sem eykur notagildi vallarins og þeirra mannvirkja sem eru við völlinn.

Yngri flokkar fá heimaleikiScreenshot 2024 12 04 091852

Börn frá um 12 ára aldri eru farin að spila á fótboltavelli í fullri stærð, unglingsárin fram að 19 ára aldri eru þau ár sem hvað mest brottfall er úr íþróttum. Á höfuðborgarsvæðinu er fótbolti spilaður á fullum völlum allt árið í kring. Sem dæmi er Faxaflóamót yngri flokka spilað snemma á árinu. ÍBV hefur tekið þátt í því móti, en oft brösuglega, með upp hituðum velli væri hægt að tryggja það að við gætum boðið upp á heimavöll nánast allt árið um kring. Helmingur þessara leikja í þessum mótum gæti því farið fram í Vestmannaeyjum. Ferðalögum þessara krakka fækkar því um helming.

Erfiðum ferðalögum fækkar

Ferðalög yngri flokka, sem og meistaraflokks karla og kvenna auk KFS mun fækka og væri það til enn frekari bóta að geta tryggt völl alltaf með hitalögnum. Hér eru um að ræða leiki í Lengjubikarnum og öðrum undirbúningsmótum.

Undanfarna daga hefur bæði formaður ÍBV Íþróttafélags og stjórn félagsins kallað eftir því að samhliða þeim framkvæmdum sem eru að fara af stað verði tækifærið nýtt til að setja hitalagnir undir völlinn. Bent hefur verið á raunverulegar rekstrartölur frá öðrum félögum sem eru með upp hitaðan völl. Eins hefur verið bent á önnur sveitarfélög sem eru eða hafa lagt gervigras nýlega og um leið sett hita undir völlinn. Slíkt eykur notagildi vallarins og eykur endingartíma gervigrasins. Ég skora á ykkur kæru bæjarfulltrúar að leita allra leiða með félaginu okkar til að tryggja að hitalagnir verði lagðar undir Hásteinsvöll.

 

Gleðilega hátíð,

Trausti Hjaltason.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.